LAND



2020

Ljósmyndir af íslensku landslagi eru allstaðar, sjálfar orðnar hluti af landslaginu. Verkið Afurð er samansafn hugleiðinga um hlutverk og merkingu íslenskra landslagsljósmynda, hvernig þær eru notaðar sem uppfylliefni, fegrun á umhverfi okkar, merkjun á landi og þjóð út á við, á íslenskar og erlendar vörur, rannsóknarskýrslur, skjámyndir og fleira. Hvaða þátt eiga landslagsljósmyndir í að skapa sjálfsmynd þjóðar í samtímanum og getur verið að við færumst nær og nær því sem þær segja að við séum, í gegn um einhverskonar kannibalisma klisjanna?

Verkið Afurð sem unnið var í maí, júní og júlí var sýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á vegum Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Sýningin sem opnaði 18. júlí bar heitið LAND og var samsýning sex myndlistamanna sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndina sem miðil og landið sem innblástur. Hinir listamennirnir voru Daníel Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Katrín Elvarsdóttir, Vigfús Birgisson og Þórdís Jóhannesdóttir.

Verkið samanstendur af hljóðverki og fundnum ljósmyndum af íslensku landslagi í nokkrum formum: Seljalandsfoss á konfektkassa, Hnausapollur á frímerki, 14 póstkort sem sýna eldgos auk mynda af svissneskum kaffirjóma skreyttum myndum frá íslandi.


Undanrenna – Ýmsir staðir
(ljósmyndarar ókunnir)
120 gr af kaffirjóma frá Cremo, Fribourg, Sviss. Strigaprent.
„Dear Mr Hallgerður
Thank you for your message and your interest in our products. Unfortunately we do not have a lot of information about this coffee cream line  because it is already 20 years old.
We regret that we cannot give you the information you are looking for.
We hope for your understanding.
We wish you all the best.“

Gjöf – Seljalandsfoss
(Einar Guðmann)
800 gr. af konfekti frá Nóa Siríus
„Fossinn þykir afar fagur og það frá öllum sjónarhornum. Hann er nefnilega nokkuð einstakur að því leyti að auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann.“

Gjaldmiðill – Hnausapollur
(Oscar Bjarnason)
Frímerki, 50 gr. utan Evrópu.
„Urriðar eru í vatninu en þeir eru smáir.“

Nothing to write home about (2020)
8 póstkort með ljósmyndum af íslenskum eldgosum.
Frá vinstri: Heimaey 1973 (Ævar Jóhannesson), Syrtlingur 1965 (Ari Kárason), Gjástykki 1977 (Sigurður Þórarinsson), Fimmvörðuháls 2010 (Martin Rietze), Hekla líklega 1991 (Björn Blöndal), Surtsey 1963 (Sigurgeir Jónasson), Krafla 1984 (Björn Rúriksson), Grímsvötn 1996 (Ragnar Axelsson).

Nothing to write home about (2020)
6 póstkort með ljósmyndum af íslenskum eldgosum.
Frá vinstri: Grímsvötn 1996 (Þorkell Þorkelsson), Surtsey 1963 (Garðar Pálsson), Heymaey 1973 (Valdís Óskarsdóttir), Grímsvötn 1998 (Ragnar Axelsson), Hekla 1991 (Snorri Snorrason), Hekla 1947 (Pálmi Hannesson).

Hugleiðingar Simone um landslag
Simone Kubik, að beiðni Hallgerðar Hallgrímsdóttur.
Hljóð tekið upp í Zürich, Sviss (enska), 7:19.