Hallgrímshorfur
Hallgrímskirkja 2024
Horft til himins og jarðar, dalandi rósir, djúpt vatn og grunnt. Myndmál kristninnar í samtímabúningi ljósmyndarinnar.
„Hallgrímshorfur er myndlistarsýning á verkum Hallgerður Hallgrímsdóttur. Í þeim túlkar hún arfleifð 17. aldar listamannsins Hallgríms Péturssonar og vísar meðal annars í kunna sálma hans og líf. Hann nýtir áhrifamikið orðafar en hún fangar augnablik í ljósmynd. Bæði tjá sterkar tilfinningar með hlýju, kímni og alvöru, túlka ástina, sorgina, andlega upphafningu og hversdagslega tilveru.
Þegar gengið er inn í kirkjuna beina svífandi gegnsæ tjöld með áprentuðum ljósmyndum Hallgerðar sjóninni upp á við um mikilfenglegan arkitektúrinn og hugur hvarflar til andrýmisins, listarinnar og alheimsins, ekki síst til hinnar óefnislegu arfleifðar Hallgríms.“
//
“Hallgrímur in Pospect is an exhibition of works by Hallgerður Hallgrímsdóttir. In them she addresses the legacy of 17th-century poet the Rev. Hallgrímur Pétursson, alluding inter alia to his well-known hymns, and to his life. Hallg´rimur worked with the power of the word, while Hallgerður captures the moment in a photograph. Both artists convey profound feelings with human warmth, humour and gravity; they express love, grief, spiritual glory and quotidian existence.
On entering the nave, Hallgerður’s photographs, printed on sheets of translucent fabric, lead the visitor’s eyes upwards against a background of magnificent architecture, gifing rise to thoughts of the spiritual dimension within the church, art and the univers — and not least of Hallgrímur’s intangible heritage.”
- Inga Jónsdóttir sýningarstjóri










„Á hliðarveggjum kirkjuskipsins eru innrömmuð ljósmyndapör sem leiða hugann inn á við, í því næði sem loggía gefur. Smáar myndir í augnhæð túlka persónulegar, tilvistarlegar vangaveltur jarðlífsins og tilfinningalegar áskoranir. Hallgerður speglar sjálfa sig í Hallgrími og áhorfendur sig sjálfa.“
//
“On the side walls of the nave are pairs of framed photographs that lead to inward reflection in the haven of the loggia. Small photographs at eye level address personal, existensial conundrums of life on earth and emotional challenges. Hallgerður reflects herself in Hallgrímur, and by the same token observers reflect themselves.”












Hallgrímur Pétursson (1614-1674) er þekktasta sálmaskáld Íslands, en orti einnig mikið af veraldlegum vísum og ljóðum um sína daga. Þekktasta verk hans eru Passíusálmarnir, sem hafa verið gefnir út oftar en nokkur önnur íslensk bók og þýddir á fjölda erlendra tungumála. Eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum er varðveitt í Þjóðarbókhlöðunni og er á heimsminjaskrá UNESCO. Hallgrímskirkja er reist til minningar um Hallgrím.
//
Hallgrímur Pétursson (1614-1674) is Iceland’s most renowned devotional poet, who also composed many secular verses and poems. He is best known for his Hymns of the Passion which have been published more often than any other Icelandic book – and translated into many languages. Hallgrímur Pétursson’s autograph manuscript of the Hymns of the Passion is in the keeping of the National Library of Iceland, and it is listed on the UNESCO World Heritage List. Hallgrímskirkja was built to commemorate Hallgrímur.