Límkenndir dagar (2018)

Verkið Límkenndir dagar var unnið sérstaklega á haustmánuðum síðasta árs fyrir Pastel ritröð. Pastel er gefið út af Flóru á Akureyri en hvert rit er gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum.

Stundum er eins og lífið bara atvikist. Og eitt þessara atvika breytir skyndilega öllu. Þá er eins og tíminn líði í öðrum rythma en áður, einmanaleikinn flæðir að og við verðum örlítið dauðlegri en aðra daga. Og sjónin breytist í takt við hugsanirnar. Nema því sé öfugt farið?

Verkið er tilraun til að setja þessa hulu hugans fram í formi hlédrægra ljóða, sem sum eru ljósmyndir en önnur samsett úr orðum.